Veitingaþjónusta
  Í gegnum árin hefur verið afar vinsælt hjá starfsmannafélögum, fyrirtækjum og einstaklingum að panta hjá okkur mat fyrir ýmis tilefni. Hvort sem það er fyrir 2 eða 200 manns að þá tökum við að okkur að útbúa thailenskar kræsingar við öll tækifæri á frábæru verði. Þú getur annaðhvort hringt í okkur í síma 544 4300, sent okkur tölvupóst eða litið við á Smiðjuveginn og kynnt þér málið.

  Fyrir stærri pantanir (20 manns ofl.) er betra að panta með dags fyrirvara.
  Veisluþjónustan er opin eftir nánara samkomulagi eða þegar þér hentar.

  Salarkynni Thai Viet er einnig hægt að bóka fyrir veislur, kynningar, afmæli ofl.
  Hafðu samband og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.

  Matur í áskrift.
  Thai Viet býður upp á „mat í áskrift“ þjónustu fyrir fyrirtæki. Þetta er einföld og góð þjónusta sem hægt er að nýta sér í hádeginu og eða á kvöldin. Hafðu samband og sjáðu hvað við getum boðið þínu fyrirtæki. Vikulegir eða mánaðarlegir matseðlar tryggja þínu fyrirtæki fjölbreytni. Saddur starfsmaður er ánægður starfsmaður!

  Er veisla framundan ? Við höfum lausnina fyrir þig . . .

  Af hverju ekki að njóta tilefnisins og láta Thai Viet um amstrið sem oft vill fylgja veislum ? Hvað sem tilefnið er, lítill hittingur eða stór veisla að þá er Thai Viet rétti kosturinn á verði sem ætti að henta öllum eða frá kr. 1.350.- til 1.750.- per. mann.

  Matinn færðu sendan heim og eða í salinn þar sem veislan er haldin. Ef þig vantar svo sal fyrir 38-46 manns býður Thai style upp á hugguleg og látlaus salarkynni sem ekki er greitt fyrir sérstaklega ef keypt er veisla.

  Af hverju Thai Viet?

  – Thai Viet er eitt rótgrónasta thailenska veitingahús landsins en staðurinn var stofnaður fyrir 8 árum síðan og hefur verið á sama stað í öll þessi ár eða á Smiðjuvegi 4, Kópavogi.

  – Frá fyrsta degi hefur metnaður eigenda og starfsmanna Thai Viet legið í afbragðs thailenskum mat á frábæru verði.

  – Persónuleg og góð þjónusta.

  – Besta verðið án þess að gera málamiðlanir í gæðum.

  Ferskleiki í fyrirrúmi.

  Sem sagt – hvort sem veislan er fyrir 20 eða 200 manns að þá getur þú treyst því að þín veisla verði í minnum höfð fyrir góð og vel útilátin veisluföng.

  Fyrir frekari upplýsingar og bókanir getur þú annaðhvort hringt í okkur í síma 544 4300 eða litið við á Smiðjuveg 4 en við hvetjum alla til að bóka í tíma.